Hlutverk samráðshóps áfallahjálpar í lögregluumdæmi Norðausturlands í almannavarnaástandi
Unnið hefur verið að skipulagi áfallahjálpar á Íslandi síðastliðin 14 ár og við almannavarnaástand er það hlutverk aðgerðarstjórnar í lögregluumdæminu að virkja samráðshóp áfallahjálpar. Faglega heyrir áfallahjálp undir Landlæknisembættið en ábyrgð á skipulagi í almannavarnaástandi er hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Viðbragðsáætlun Almannavarna, http://almannavarnir.is/displayer.asp?cat_id=386 gerir ráð fyrir að það sé starfandi samráðshópur áfallahjálpar í öllum lögregluumdæmum landsins. Reynslan hefur sýnt að slíkir hópar eru mikilvægur samráðsvettvangur áfallahjálpar í almannavarnaástandi. Hópinn skipa fulltrúar frá heilbrigðisþjónustu, þjóðkirkju, félagsþjónustu sveitarfélaga og rauða kross deildum. Fulltrúar þjóðkirkjunnar eru jafnframt fulltrúar annarra trúfélaga.
Tilgangurinn með skipun samráðshópa var að tryggja samvinnu þeirra sem sinna andlegum og félagslegum stuðningi í kjölfar alvarlegra áfalla og stuðla að eftirfylgd og aðgengi að faglegri þjónustu í allt að tvö ár eftir atburð. Samráðshópur áfallahjálpar í Samhæfingarstöð almannavarna stendur við bakið á samráðshópum í lögregluumdæmunum með því að veita ráðgjöf og samhæfa vinnu hópanna sjá: http://redcross.lausn.is/Apps/WebObjects/RedCross32.woa/swdocument/1041333/skipulag_afallahjalp_okt_2010.pdf?wosid=false.
Fulltrúar samráðshópanna vinna eftir handbók um sálræna skyndihjálp, Viðurkennt verklag á vettvangi sem gefin var út á rafrænu formi sjá: http://www.redcross.is/page/rki_frettir&detail=1013771 Á hættu- og neyðartímum er hlutverk Rauða kross Íslands stórt en „RKÍ sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi samkvæmt samningi við Almannavarnir ríkisins. Rauði krossinn opnar fjöldahjálparstöðvar á hættu- og neyðartímum þar sem fólki er veitt fyrsta aðstoð svo sem upplýsingar ...sjá nánarhttp://www.raudikrossinn.is/page/rki_hvad_salraenn
Rannsóknir benda til þess að náttúruhamfarir og önnur alvarleg áföll geta haft varanlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu. Markviss áfallahjálp dregur úr uppnámi sem gjarnan skapast eftir alvarleg áföll og hefur þannig fyrst og fremst forvarnarlegt gildi. Fræðsla til þolenda alvarlegra áfalla skipar stóran sess í áfallahjálp. Allra mikilvægasti þátturinn í áfallahjálp er stuðningur ættingja og vina þolenda. Sá stuðningur vegur hvað þyngst í því að fólk nái fyrra jafnvægi eftir alvarleg áföll.
Samráðshópur um áfallahjálp í héraði. |