Hrútadagurinn 3.oktober 2015
Hrútadagsnefnd er farin að undirbúa næsta hrútadag sem halda á með pompi og prakt laugardaginn 3. október 2015. Dagsskráin er nú þegar farin að taka á sig mynd og verður hún troðfull af skemmtilegum uppákomum.
Á hrútadaginn koma bændur í Norður-Þingeyjarsýslu saman til að sýna og selja afurðir sínar. Faxahöllin á Raufarhöfn er ákjósanlegur staður, miðsvæðis á sölusvæðinu og góð aðstaða fyrir bæði menn og fé. Þessi dagur er einnig til þess gerður að menn komi saman, bændur af svæðinu og þeir sem eru lengra að komnir í kauphugleiðingum, ásamt öðru áhugafólki um ræktun á sauðfé.
Auk hrútasýningar verða sölubásar, skemmtidagskrá og enginn annar en Gísli Einarsson fréttamaður verður skemmtanastjóri og stýrir auk þess kvöldskemmtun í félagsheimilinu Hnitbjörgum eftir að dagskrá lýkur í Faxahöll.
Hrútadagsnefnd frá síðasta ári hefur breyst lítillega og nýtt blóð hefur bæst í hópinn.
Nefndina skipa:
Frida Elisabeth Jörgensen – Sveinungsvík, frida@raufarhofn.is – 864-0363/465-1335
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir – Raufarhöfn, ingibjorg@raufarhofn.is – 855-1160
Nanna Steina Höskuldsdóttir – Höfða, nannast@internet.is – 868-8647/462-1288
Árni Gunnarsson – Sveinungsvík, arni@buvis.is – 848-3245/465-1335
Eyrún Ösp Skúladóttir - Hafrafellstungu 2, eyrun82@visir.is – 8685075/4652210
Ragnar Skúlason – Ytra-Álandi, raggiskula@hotmail.com –
Nefndin tekur fagnandi á móti hugmyndum og velgjörðarmönnum. Hægt er að hafa samband í síma eða á netfang viðkomandi nefndarmanna (sjá að ofan).