Hugmyndaflug um þorpið við heimskautsbaug
27.02.2014
Laugardaginn 1. mars boða Raufarhafnarhópurinn og Þekkingarnet Þingeyinga til stefnumóts á Raufarhöfn. Dagskrá hefst kl. 11 á Hótel Norðursljósum og reiknað er með að hún standi fram á miðjan dag. þar verður meðal annars farið yfir þá vinnu sem er í gangi í kringum "þorpið við heimskautsbaug" og skipt upp í vinnustofur með minjagripi,viðburði og grunngerð þorpsins í huga. Hvetjum sem flesta til að mæta og taka þátt í því skemmtilega starfi sem felst í uppbyggingu ferðamannastaða á Norðausturhorninu. Áhugasamir mega gjarnan láta vita af þátttöku til Grétu Bergrúnar í Menntasetrinu á Þórshöfn (sími 4645142 eða greta@hac.is) til að hægt sé að áætla fjölda.