Húsnæðisbætur í stað húsaleigubóta
13.12.2016
Húsnæðisbætur í stað húsaleigubóta
|
Þann 1. janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi og Greiðslustofa húsnæðisbóta tekur við því hlutverki að greiða húsnæðisbætur fyrir landið allt. Þjónustuskrifstofan verður staðsett á Sauðárkróki og hóf starfsemi 16. nóvember s.l. og er búið að opna fyrir umsóknir.
Þá er einnig búið að opna heimasíðu með upplýsingum og reiknivél fyrir húsnæðisbætur: www.husbot.is Frá og með 1. janúar 2017 munu sveitarfélögin því ekki sjá lengur um greiðslu húsaleigubóta og er þeim sem rétt hafa á slíkum bótum því bent á Greiðslustofu húsnæðisbóta með greiðslur frá og með þeim tíma.
Sérstakur húsnæðisstuðningur - nýbreytni.
Í leiðbeinandi reglum frá ráðuneyti húsnæðismála segir:
„Sveitarfélög skulu veita foreldrum eða forsjáraðilum 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili húsnæðisstuðning. Stuðningurinn skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjármanna og ekki yfir 75 % af húsnæðiskostnaði vegna leigunnar“.
Jafnframt segir í leiðbeinandi reglunum
„Jafnframt er það nýmæli í lögum að sveitarfélög skuli veita foreldrum eða forsjáraðilum 15-17 ára barna, sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili, húsnæðisstuðning“.
Umsóknir um slíkan stuðning þurfa að berast til Félagsþjónustu Norðurþings. Einungis foreldrar/forsjáraðilar geta sótt um slíkar bætur fyrir hönd barna sinna. Allar nánari fyrirspurnir varðandi sérstakar húsnæðisbætur skulu berast til Díönu Jónsdóttur, diana@nordurthing.is eða í síma 4646100.
|