Íbúafundur 21. október
Haldin var góður íbúafundur síðastliðin miðvikudag og þar voru markmið verkefnisins lögð fyrir bæjarbúa. Í stórum dráttum voru þau samþykkt og hægt er að finna þau hér eins og þau voru lögð fyrir fundinn. Verkefnastjórn og verkefnastjóri eiga eftir að funda varðandi þær tillögur sem komu fram og aðlaga skjalið að þeim. Í framhaldinu verða markmiðin brotin niður í smærri aðgerðir og unnið eftir því.
Takk kærlega fyrir góða mætingu og þátttöku. Raufarhafnarbúar eru orðnir þekktir í sveitarfélaginu fyrir áhuga og vilja til að taka þátt í fundum til áframhaldandi þróunar. Þið eruð snillingar :)
Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á að vinna að einhverju markmiðinu eða hafa uppbyggilegar ábendingar að setja sig í samband við mig. Netfang er silja@atthing.is og símanúmer er 464-9882. Einnig er ég við meira og minna alla mánudaga-miðvikudaga á skrifstofunni að Aðalbraut 2.
Kveðja Silja, verkefnastjóri Raufarhafnar og framtíðar