Íbúar Raufarhafnar hafa tekið höndum saman við að kaupa tæki og tól í íþróttamiðstöðina.
Stjórn UMF Austra ákvað í byrjun árs að leggja til fjármagn til kaupa á tækjum í rækt íþróttahússins að upphæð 1.500.000 krónur.
Í framhaldinu höfðu fleiri samband og vildu leggja verkefninu lið.
Vinnuhópur er að störfum á Raufarhöfn þar sem gott þversnið íbúa vinnur að því að sækja um styrki og annast tækjakaupin. Í þeirri nefnd starfa Erla Þorsteinsdóttir, Ívar Sigþórsson, Kristjana Bergsdóttir, Nanna Höskuldsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Olga Friðriksdóttir og Þorgeir Gunnarsson.
Nú þegar er talsvert af búnaði komið en við eigum svolítið í land ennþá, það kemur vonandi með hækkandi sól.
Ungmennafélagið Austri mun eiga búnaðinn. Bankaupplýsingar UMF Austra eru eftirfarandi fyrir þá sem vilja leggja verkefninu lið: 0179-05-000110 Kt: 570785-0369
Við getum svo margt þegar við gerum það saman og þrátt fyrir erfiðan vetur þá er vorið á næsta leyti.