Fara í efni

Ipad fyrir byrjendur

Ipad fyrir byrjendur : Raufarhöfn

Einstaklingsmiðað nám í rólegu andrúmslofti þar sem nemendur kynnast notkunarmöguleikum iPad. Nemendur geta fengið lánað iPad tæki hjá Þekkingarnetinu. Byrjað er á að fara yfir allar stillingar sem nauðsynlegt er að vita af og velja hvernig notandinn vill hafa, svo sem læsingar, stillingar til að sækja eða kaupa smáforrit á netinu, tenging við tölvupóst o.fl. Seinni hluti námskeiðsins fer í að skoða þau fjölmörgu smáforrit sem eru í boði, innlend sem erlend auk þess sem kennt verður að tengja iPad við iTunes og setja inn á hann tónlist, hljóðbækur og bækur.

Tími: 20. og 25. nóvember.
Staður: Raufarhöfn: Skólahúsið.
Leiðbeinandi:Vilberg Helgason.
Verð: 13.000.
 
Skráning og frekari upplýsingar eru að finna hérna : http://www.hac.is/simenntun/namskeid/
 
Þekkingarnet Þingeyinga