Kirknaganga á Melrakkasléttu
Kirknaganga á Melrakkasléttu
Ferðafélagið Norðurslóð heldur uppteknum hætti og fer í kirknagöngu á föstudaginn langa. Þetta er þriðja árið í röð sem efnt er til slíkarar göngu. Að þessu sinni verður gengið frá Ásmundarstöðum á Sléttu þar sem áður var kirkja og endað við Raufarhafnarkirkju. Þetta er um 7 km auðveld ganga.
Við upphaf og enda göngunnar verður miðlað fróðleik um kirkjurnar. Í göngulok verður boðið upp á hressingu í safnaðarhemilinu og fólk síðan ferjað til baka eftir þörfum.
Ferðafélagið hvetur til góðrar þátttöku í fróðlegri og hressandi útivist. Mæting við kirkjuna á Raufarhöfn kl. 13:00 þar sem verður sameinast í bíla.
Ýmislegt fleira verður á seyði á Raufarhöfn um páskana eins og sjá má á raufarhofn.is.
Mynd: Raufarhafnarkirkja, JFG