Fara í efni

Krabbameinsleit á Þórshöfn 2-3 júní

Hver er þín afsökun? Ertu boðuð og búin?

Konur hvetjum hvor aðra til að mæta í krabbameinsleit ! Og karlar, hvetjum konur okkar, kærustur og dætur til að mæta reglulega !

Boðið verður upp á legháls-og brjóstakrabbameinsleit á þórshöfn á Heilsugæslunni dagana 2. – 3. júní næstkomandi. Hægt er að panta tíma í síma 464-0600

Það fækkar sífellt þeim konum sem mæta í leghálskrabbameinsleit og er það ein helsta ógn við þann frábæra árangur sem náðst hefur í baráttunni við þennan sjúkdóm. Þó leghálskrabbamein sé ekki síður sjúkdómur yngri kvenna en meðalaldur við greiningu er 45 ár og þá geta allar konur sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf átt á hættu að fá leghálskrabbamein. Hægt er að smitast af HPV veirunni þó aðeins hafi verið stundað kynlíf með einum aðila einu sinni á ævinni. Nú mæta innan við 50% kvenna á aldrinum 23-29 ára reglulega í leitina. Ef frumubreytingar eiga sér stað hjá konum getur það verið lífspursmál að þær greinist áður en það verður um seinan.

„Hver er þín afsökun?“ er myndband sem svarar spurningum um leghálskrabbameinsleit sem Krabbameinsfélag Íslands lét útbúa með hjálp læknanema og annarra velunnara félagsins. Myndbandið er hægt að nálgast hér: http://www.youtube.com/watch?v=ol9itwSjfxQ

Veistu að ...
•       HPV (Human Papilloma Virus) er veira sem hefur fylgt mannkyninu í milljónir ára
•       HPV smitast við kynlíf og nánast allir  smitast einhvern tímann á ævinni
•       HPV-veirur geta valdið frumubreytingum  og krabbameini í leghálsi
•       Ár hvert greinast 15-20 konur með leghálskrabbamein
•       Eina leiðin til að vita hvort HPV er að valda þér  skaða er að mæta reglulega í leghálsskoðun

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um HPV veiruna inná www.hpv.is og www.krabb.is