LAUS STÖRF VIÐ GRUNNSKÓLA RAUFARHAFNAR.
22.07.2015
LAUS STÖRF VIÐ GRUNNSKÓLA RAUFARHAFNAR.
Norðurþing
Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn grunn- og leikskóli sem leggur áherslu á samvinnu og jákvæðni með Uppbyggingarstefnuna að leiðarljósi.
Leitað er eftir leikskólakennara sem tilbúinn er að taka að sér deildarstjórn. Viðkomandi þarf að vera barngóður, sveigjanlegur og íslenskumælandi. Um er að ræða fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 25. ágúst 2015.
Einnig vantar grunnskólakennara í hlutastarf á yngsta- og miðstigi. Viðkomandi þarf hafa góða færni í íslensku og vera sveigjanlegur í kennsluháttum.
Frekari upplýsingar veitir Birna Björnsdóttir skólastjóri sími 893-4698, netfang birna@nett.is. Umsóknarfrestur er til og með 9. ágúst n.k.