LEIKSKÓLAKENNARAR ÓSKAST Í LEIKSKÓLANN GRÆNUVELLI HÚSAVÍK
Tveir leikskólakennarar óskast til starfa í leikskólann Grænuvelli sem er 7 deilda leikskóli þar sem áhersluþættir eru m.a hreyfiþjálfun; Betri grunnur- Bjartari framtíð, markviss málörvun, TMT, tónlist, útikennsla og sjálfbærni.
Helstu verkefni og ábyrgð
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra og einnig koma að vinnu við stafræna vinnu í leikskólanum.
Hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Stundvísi
Góð íslenskukunnátta
Góð færni og áhugi í upplýsingatækni og stafrænni vinnu
Frekari upplýsingar um starfið
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ vegna Félags leikskólakennara.
Starfshlutfall : 100%
Umsóknarfrestur: 13.02.2015
Ráðningarform: Ráðið verður til reynslu í 3 mánuði. Um framtíðarstörf getur verið að ræða. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 01.03. 2015.
Auk þess vantar þrjá starfsmenn í hlutastörf síðdegis sem þyrftu að geta byrjað sem fyrst. Vinnutími er frá 14-16.15.
Hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Stundvísi
Góð íslenskukunnátta
Ráðningarform: Ráðið verður til reynslu í 3 mánuði.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri í síma 464-6157 eða með því að senda fyrirspurn á siggavaldis@nordurthing.is
Umsóknum skal skilað til leikskólastjóra ásamt ferilskrá og meðmælum fyrri vinnuveitenda.
Leikskólinn Grænuvelli
Iðavöllum 1
640 Húsavík