Fara í efni

ATH- fresturinn lengdur! Ljósmyndasamkeppni

 




Vefnum hafa borist þónokkuð af myndum en vegna bágrar frammistöðu sólar í júlí ætlum við að framlengja frestinn út ágúst. Þannig að þú hefur enn tíma til að taka þátt!

Myndefnið er vítt skilgreint og felur í sér allt sem snýr að Raufarhöfn að sumri til. Hver má senda eins margar myndir og vilji er til. Ekki er skilyrði að myndirnar séu teknar núna í sumar.

Myndum skal skilað á netfangið silja@atthing.is og er lokadagur til að skila inn 31. júlí 2015 að miðnætti. Vinsamlegast merkið myndirnar með Raufarhöfn_sumar_nafn og símanúmer.

Dómarar eru þrír óháðir aðilar:

Fyrsta ber að nefna Hrund Þórsdóttur sem er aðstoðarritstjóri fréttastofu 365 og fréttaþulur á Stöð 2. Einnig er hún mikill áhugaljósmyndari. Hún ásamt unnusta sínum fór meðal annars í heimsreisu og tók þar einstakar myndir af bæði þessum heimi og öðrum. Hérna má sjá myndir sem hún hefur tekið.

 

Ekki síðri ljósmyndari er Ólafur Gísli Agnarsson og er hann Raufsari að uppruna. Hann hefur meðal annars myndað talsvert á Raufarhöfn og þekkir því staðinn vel. Hann rekur O.G. Ljósmyndun og á facebook síðu hans má sjá talsvert af hans verkum.

  Síðastur en klárlega ekki sístur er hann Haukur Snorrason. Hann er eitursnjall ljósmyndari og hefur helgað sig ljósmyndaferðum með útlendinga. Hann hefur mikið sérhæft sig í loftmyndun og snilld að sjá landið okkar svona ofan frá. Hans verk er hægt að sjá hérna.

 Þegar öllum myndum hefur verið skilað 31. júlí fá dómarar aðgang að sameiginlegu svæði og skila okkur óháðu áliti á myndunum. Út frá því verður svo valinn sigurvegari. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en Símstöðin á Akureyri býður sigurvegaranum út að borða ásamt vini. Einnig fylgir smá sumarkarfa.

Allar myndir verða svo til sýnis að keppni lokinni á Raufarhofn.is og áskiljum við okkur rétt til að nota þær í kynningu á Raufarhöfn.

Kveðja Ritstjórn vefsíðunnar Raufarhofn.is

Ábyrgðarmenn eru Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir og Silja Jóhannesdóttir