Fara í efni

Masago frá Raufarhöfn

Lituð hrogn á Raufarhöfn

Mikið er unnið af loðnuhrognum hjá GPG fiskverkun á Raufarhöfn; afurðin er kölluð Masago. Loðnuhrognin eru keypt af ýmsum framleiðendum.

Við framleiðsluna starfa 12 – 15 manns þegar framleiðslan er í hámarki.

Við vinnslu eru hrognin lituð í ýmsum litum, krydduð og bragðbætt, pakkað í dósir og síðan fryst.

Mest er framleitt af Orange Masago, en einnig er framleitt Red, Black og Wasabi, sem er grænt og mjög bragðsterkt.

Þannig eru hrognin seld til kaupenda vítt og breitt um heiminn; kaupendur nota þau meðal annars í sushi-rétti og eru litrík hrognin víða notuð í skreytingar.

GPG fiskverkun hóf tilraunastarf með Masago framleiðslu fyrir nokkrum árum, en hún er nú orðin stór þáttur í framleiðsluflóru fyrirtækisins.