Fara í efni

Námskeið í Jóga á Raufarhöfn og á Kópaskeri

Grunnnámskeið í Jóga
Kennt er hefðbundið jóga og farið er í grunn jógastöður (asana), helstu
öndunaræfingar (pranayama), einbeitingu, hugleiðslu og djúpslökun (Yoga Nidra)
Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur (8 skipti) og fer fram tvisvar í viku.
Námskeiðið hentar öllum, bæði fyrir byrjendur og lengra komna, unga sem aldna.
Regluleg jógaiðkun er allra meina bót. Við reglulega iðkun myndast á
einhvern hátt allt annars konar flæði í líkamanum. Blóðflæði eykst, liðleikinn
verður meiri og gamlir kvillar eins og streyta, þreyta, svefnleysi, kvíði og
depurð umbreytast í meiri almenna vellíðan. Þetta samspil hreyfingar
(jógastöður), réttrar öndunar og hugleiðslu, skapar jafnvægi og umbreytingu
fyrir bæði líkama og huga.
Raufarhöfn: Þriðjudaga kl 17-19 og laugardaga kl 10-12. Byrjar þriðjudaginn 30. okt.
Kópasker: Fimmtudaga kl. 17-19 og laugardaga kl 14-16. Byrjar fimmtudaginn 1. nóv.
Kennari: Ólafía Wíum, Heilari og jógakennari
Heilunarnám í Danmerkur, heilunarskóli Kaupmannahafnar, árið 2011-2013
Nam fyrst jóga fræðin hjá Ástu Arnardóttur, Yogavin, árið 2014
Og bætti við jógakennsluna með jógakennaranámi hjá Yoga Arts á Bali, árið 2018

Yoga beginners course
You will learn classical Hatha yoga which will include physical exercises
(asanas), breathing exercises (pranayama), meditation and relaxation (Yoga
Nidra)
The course takes place over 4 weeks (8 times). No experience required and is
suituble for all ages.
The course will be taught in Icelandic, but don´t let that stop you from
coming if you feel you don´t know the language well enough.
Raufarhöfn: Tuesdays 17-19 and Saturdays 10-12, begins 30. oct.
Kópasker: Thursdays 17-19 and Saturdays 14-16, begins 1. nov.
Skráning á hac@hac.is og í síma 464-5100. Verð 15.000,-