Nanna Ósk á makrílveiðar
Bræðurnir Ragnar Axel Jóhannsson og Hólmgrímur Jóhannsson, eða
Vogsbræður eins og þeir eru stundum kallaðir, keyptu sinn fyrsta bát saman árið 1993. Þeir hafa því verið saman til sjós í
um 20 ár. Þeir hafa átt nokkra báta saman í gegnum tíðina, en eiga núna tvo báta, „gömlu“ Nönnu, ÞH 333 og
Nönnu Ósk ÞH 133.
Þeir Ragnar og Hólmgrímur eru á línu, fara á net í febrúar, grásleppuveiðar hefjast í lok mars, þá
strandveiðar – og svo er það makríll!
Bræðurnir ákváðu snemma árs 2013 að fjárfesta í búnaði fyrir makrílveiðar. Slippurinn á Akureyri hannaði
búnaðinn fyrir Nönnuna og í júlí 2013 sigldu þeir suður í leit að makríl. Ragnar og Hólmgrímur byrjuðu veiðarnar
við Reykjanesið; þeir lönduðu í Keflavík nokkrum sinnum, sem og á Akranesi. Síðan var stefnan tekin á Hólmavík og þar
voru þeir við makrílveiðar frá því í byrjun ágúst og fram til 20. þess mánaðar. Þeir voru á veiðum
undan Snæfellsnesi til loka ágústmánaðar, héldu þá aftur til Hólmavíkur og voru þar til 10. september.
Vogsbræður stefna bjartsýnir á makrílveiðar í sumar. Við óskum þeim góðs gengis.