Fara í efni

Nemendur Grunnskóla Raufarhafnar fyrr og nú ~ athugið!!

Nú styttist í að haldið verði upp á 50 ára afmæli núverandi skólahúsnæðis á Raufarhöfn! Okkur þætti vænt um ef nemendur skólans, gamlir sem nýir, gætu athugað hvort þeir eiga í fórum sínum myndir eða sögur tengdar skólastarfinu. Vinsamlegast hafið samband við Fridu Elisabeth Jörgensen, skólastjóra, á netfangið: frida@raufarhofn.is eða í síma

464-9873 til að koma myndum og sögum til skila.

Grunnskóli Raufarhafnar hefur verið rekinn í núverandi  húsnæði frá árinu 1964 og ætla starfsfólk og nemendur að fagna 50 ára afmæli skólans í vor.

Hátíðin, afmælisdagskráin, hefst með árshátíðarleiksýningu grunnskólabarna  föstudaginn 30. maí.


Opið hús verður í Grunnskólanum laugardaginn 31. maí. Þar verða ljósmyndir frá liðnum árum til sýnis, auk ýmissa muna og verka nemenda skólans.

Sjómannadagurinn verður einnig haldinn hátíðlegur þennan sama dag. 

Hátíðardagskrá helgarinnar verður nánar auglýst síðar.                                            

Takið daginn frá.                                                                         
                                             

Starfsfólk og nemendur Grunnskóla Raufarhafnar