Ókeypis heilsufarsmæling á Raufarhöfn
27.08.2018
SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og með stuðningi Norðurþings.
Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd.
Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.
https://www.facebook.com/events/225142951482015/?notif_t=plan_user_joined¬if_id=1535363895705553