Rannsóknarmiðstöðin Rif
Rannsóknastöðin Rif hefur verið starfrækt hér á Raufarhöfn síðan 2014 og hefur þríþætt hlutverk og markmið:
• Að efla og auka náttúrurannsóknir á Melrakkasléttu, m.a. með hliðsjón af skuldbindingum Íslands í norðurslóðasamstarfi.
• Að safna saman og miðla upplýsingum um náttúrufar á svæðinu til almennings, stjórnvalda og alþjóðasamfélagsins.
• Að styðja nærsamfélagið með því að taka þátt í samfélaginu, m.a. með fræðslu auk stuðnings við náttúrutengda ferðamennsku.
Stofnunin hefur vaxið og dafnað undafarin ár, og skiptir hún sköpum hér á Raufarhöfn.
Gistinætur í tengslum við stofnunina árið 2018 voru 195.
Stundaðar voru ýmiskonar athuganir, s.s. á sviði skordýra-, fugla-, atferlis-, veður- og örveruvistfræði og var fjölbreyttur hópur bæði innlendra og erlendra vísindamanna og námsmanna þar að verki.