Raufarhöfn og framtíðin- styrkir til verkefna
Stjórn Byggðastofnunar hefur falið verkefnisstjórn að úthluta í ár, 2016, fimm milljónum króna til að styrkja verkefni og atburði, sem falla að áherslum ofangreinds verkefnis. Áherslur og markmið má sjá á vef Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga atthing.is- samstarfsverkefni- Brothættar byggðir- Raufarhöfn og framtíðin. Sniðmát fyrir umsóknir má finna á sömu vefslóð.
Athugið er að ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda en það styrkir umsókn ef verkefnið laðar fram krafta aðstandenda verkefnisins og/eða leiðir til samstarfs aðila sem að jafnaði starfa ekki saman.
Umsóknum um styrki skal skilað á tölvutæku formi, á netfangið silja@atthing.is fyrir klukkan 09:00, mánudaginn 18. apríl 2016.
Nánari upplýsingar og ráðgjöf gefur Silja Jóhannesdóttir verkefnisstjóri í síma 8661775 eða á netfanginu silja@atthing.is.
Raufarhöfn og framtíðin - Brothættar byggðir