Samfylkingin skiptir máli
Þegar þú kjósandi góður gengur að kjörborðinu n.k. laugardag og velur þér fulltrúa til að sitja í sveitar-stjórn næstu fjögur árin, langar mig að segja þér frá nokkrum staðreyndum sem varða afskipti Sam-fylkingarinnar að málefnum okkar hér í Norðurþingi.
Þáttur Katrínar Júlíusdóttur
Katrín Júlíusdóttir þingmaður og fyrrverandi iðnaðarráðherra, sem á rætur að rekja til þessa samfélags, hefur marg sýnt það í störfum sínum á Alþingi að henni er annt um Húsavík. Sem iðnarðarráðherra varð henni það ljóst að Alcoa var ekki að fara í neinar framkvæmdir á Bakka. Hinsvegar var það svo að Alcoa hafði Bakkaverkefnið í nokkurs konar gíslingu, vegna þess að það hafði einkasamning við ríkið um uppbyggingu á Bakka. Katrín breytti þessu á þann hátt að fleiri aðilum var gert mögulegt að koma að þessu verkefni. Ekki fékk nú ráðherran mikið þækklæti pólitískra andstæðinga sinna hér í sveitarfélaginu. Í raun þó svo að Alcoa hafði einhvern minnsta áhuga á að reisa hér álver hefði það aldrei verið hægt með jarðvarmavirkjunum einum sem orkugjafa til hefði þurft vatnsaflsvirkjanir og hefði t.d. Skjálfandafljóti verði fórnað í þágu verkefnisins?
Þegar hér var komið við sögu, staðfesti forstjóri Landsvirkjunar að Alcoa hefði ekki gert neina samninga við stofnunina um orkukaup og umræður þar um voru ekki einu sinni í gangi. Trúlega hafa Alcoa menn verið búnir að gera sér grein fyrir að álverksmiðja á Bakka gat aldrei orðið að veruleika á þeim grunni sem viðræður snérust um. Það kom líka í ljós að þegar fleiri aðilum hafði verið gert að komast að verkefninu voru nokrir aðilar sem sýndu málinu áhuga. Þessi skynsamlega ákvörðun þáverandi iðnaðarráðherra lagði grunninn að því að nú eygja menn sannarlega von um að PCC hefji fram-kvæmdir á Bakka þegar á þessu sumri.
Við þetta er svo að bæta grundvallaratriði sem í raun varð þess valdandi að verkefnið er komið þetta vel á veg. Fyrverandi ríkisstjórn Samfylkingar og VG greiddi fyrir málinu á þann hátt að ríkisvaldið setti verulegt fjármagn í verkefnið í sambandi við vegalagningu og uppbyggingu við hafnarmannvirki. Slíkt er allt að því undantekning í uppbyggingu atvinnumála á Íslandi, ríkisvaldið er alltaf á eftir með sína aðkomu.
Þáttur Kristjáns Möllers
Kristján Möller beitti sér ákaft fyrir Vaðlaheiðagöngum þegar hann varð samgönguráðherra 2007. Lítið sem ekkert var búið að gera í þeim málum þegar Kristján kom til starfa í ráðuneytinu. Hann setti málið strax í ákveðinn farveg og undirbúningsvinnu og hélt þeirri vinnu gangandi allan þann tíma sem hann var í ráðuneytinu. Þegar Kristján hætti sem ráðherra í september 2010 var honum falið af ríkis-stjórn að vinna áfram að málinu og koma því í höfn. Fljótlega var viðræðum slitið við lífeyrissjóðina vegna þess að þeir vildu ekki lána nema með afar háum vöxtum. Niðurstaðan varð sú að ríkið lánaði til verkefnisins Vaðlaheiðagöng ehf. á miklu hagstæðari vöxtum.
Í ráðherratíð Kristjáns Möller var fyrri hluti Dettifossvegar boðinn út og kláraður. Seinni hlutinn var alltaf hugsaður til framkvæmda strax á eftir samkvæmt áætlun þar um. Núverandi ríkisstjórn hefur hinsvegar frestað þessu um mörg ár. Í fyrirspurn Kristjáns Möller á Alþingi í vetur lofaði núverandi samgöngumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Hanna Birna Kristjánsdóttir að verkið yrði boðið út þannig að framkvæmdir gætu hafist nú í vor. Það var svikið og einungis 3,4 km boðnir út.
Miðað við áætlanir er ekki líklegt að Dettifossvegur verði fullgerður fyrr en 2018-2020.
Í ráðherratíð Kristjáns Möllers var Hófaskarðleiðin, Raufarhafnarleggurinn og Voppnafjarðarheiðin sett í gang og kláruð. Stærsta samgönguátak þessa svæðis í manna minnum
Kristján hefur einn þingmanna kjördæmisins ítrekað tekið upp á Alþingi fyrirspurnir og eftirrekstur með Húsavíkurflugvelli og þeim búnaði sem þar vantar s.s. aðflugshallamæli. Að hálfu ríkisstjórnar-flokkanna ríkir þögn um þetta mál.
Kjósandi góður. Í þessari stuttu samantekt um ráðherra Samfylkingarinnar og þingmenn flokksins hef ég varpað nokkru ljósi á að verk þeirra og sýnt fram á mikla þýðingu starfa þeirra fyrir samfélag okkar. Ég er ekki í vafa um að með verkum sínum á Alþingi Íslendinga hafa þeir lagt grunn að fjölbreyttari og blómlegri búsetuskilyrðum í öllu sveitarfélaginu.
Stjórnmál eiga ekki að vera einræða. Stjórnmál eiga að snúast um samskipti og samvinnu þar sem ólík sjónarmið fá að koma fram. Við frambjóðendur Samfylkingarinnar og annars félagshyggjufólks hér í Norðurþingi erum að sækja um að verða ykkar starfsmenn. Við viljum vinna að okkar sameiginlegum hagsmunum. Það er eitthvað sem við tökum alvarlega og ætlum að gera okkar allra besta til að gera Norðurþing að sterkara og betra sveitarfélagi.
Setjum X við S - Tölum saman, vinnum saman.
Jónas Einarsson, skipar 1. sæti á s-lista
Samfylkingarinnar og annars félagshyggjufólks í Norðurþingi