Sjómannahelgin á Raufarhöfn ~ Glæsileg dagskrá
Sjómannahelgin á Raufarhöfn ~ Glæsileg dagskrá
Föstudagur 30. maí
Kl. 16:00 – 18:00
Hið árlega kaffiboð Framsýnar í Kaffi Ljósfangi. Allir velkomnir í kaffi og tertu.
Kl. 19:00 – 21:00
Árshátíðarsýning grunnskólanema verður haldin í Félagsheimilinu Hnitbjörgum. Í ár setja krakkarnir á svið Galdrakarlinn í Oz.
Miðaverð kr. 2,300 fyrir fullorðna; kr. 1,300 fyrir börn á grunnskólaaldri, frítt fyrir leikskólabörn og leikara. Boðið verður upp á kaffi og með því eftir sýningu.
Laugardagur 31. maí
Kl. 11:00 – 13:00
Afmælishátíð í Grunnskóla Raufarhafnar; opið hús í Grunnskólanum.
Grunnskóli Raufarhafnar hefur verið rekinn í núverandi húsnæði frá árinu 1964 og ætla starfsfólk og nemendur að fagna 50 ára afmæli skólans og bjóða gesti og gangandi hjartanlega velkomna.
Til sýnis verða ljósmyndir frá liðnum árum, auk ýmissa muna og verka fyrrverandi og núverandi nemenda skólans. Fólki er bent á að koma munum fyrir sýninguna á skólann.
Skólastjórar verða með erindi og sögur tengdar skólastarfinu hér á árum áður.
Gestum er boðið að þiggja kaffiveitingar í skólanum.
Kl. 13:00
Dagskrá sjómannadagsins 2014 hefst með siglingu frá Jökulsbryggju kl. 13:00. Eftir siglinguna verður sjómannamessa. Messan verður haldin úti ef veður leyfir.
Strax að lokinni messu hefjast hefðbundin skemmtiatriði á Jökulsbryggjunni; má þar nefna sjómann, bíldrátt, reipitog og kaðlaklifur.
Þess má geta að á meðan skemmtidagskrá stendur yfir munu elstu bekkingar grunnskólans verða með grillaða hamborgara til sölu.
Ekki verður posi á staðnum.
Kl. 23:00 - ??
Síðast en ekki síst ber að nefna stórdansleik í Hnitbjörgum þar sem hljómsveitin Sífreri leikur fyrir dansi. Miðaverð á dansleik er kr. 3,000.