Á fundi Bæjarráðs Norðurþings, sem haldinn var 30. október síðastliðinn, voru sjúkraflutningamál m.a. til umræðu.
Þetta mál snertir okkur öll og er hið viðkvæmasta málefni.
120. fundur bæjarráðs Norðurþings
haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings,
30. október 2014 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Óli Halldórsson, Friðrik Sigurðsson, Gunnlaugur Stefánsson, Jónas Hreiðar Einarsson, Guðbjartur Ellert Jónsson, Kristján Þór
Magnússon,
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson, Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra.
Dagskrá:
1.
|
201410005 - Fulltrúar frá Sókn lögmannsstofu koma á fund bæjarráðs og kynna þjónustu lögmannsstofunnar
|
|
Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar frá Sókn lögmannsstofu, Hilmar Gunnlaugsson og Jón Jónsson til að kynna
þjónustu stofunnar.
Bæjarráð þakkar þeim Hilmari og Jóni fyrir greinargóða kynningu.
|
|
|
|
2.
|
201410116 - Sjúkraflutningar í Norðurþingi
|
|
Á fund bæjarráðs mættu Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) og Ásgeir Böðvarsson,
framkvæmdastjóri lækninga við HSN, en stofnunin hefur átt í erfiðleikum með að manna stöðu sjúkraflutningamanna á
Raufarhöfn, Kópaskeri og Þórshöfn. Að hluta til stafar þetta af fækkun íbúa á svæðinu og að hluta til vegna aukinna
krafna til menntunar sjúkraflutningamanna. Til að mæta þessu hefur vaktsvæði bíls á Húsavík verið fært út að Lundi
þ.e. út fyrir Jökulsá á Fjöllum. Þá er nú tvöföld vakt á sjúkrabílum á Þórshöfn og
skiptst er á um að hafa vakt á bílunum á Kópaskeri og Raufarhöfn.
Fyrir utan núverandi stöðu þ.e. skort á menntun sjúkraflutningamanna þá eru sjúkraflutningar í norður sýslunni fáir
á hverju ári sem stendur þjálfun fyrir þrifum. Nýjar kröfur eru gerðar til menntunar sjúkraflutningamanna valda því að
nær ómögulegt er að finna aðila á svæðinu sem treystir sér í það nám sem nauðsynlegt er. Það er
því þarft að breyta þessari þjónustu.
Tillagan sem unnið er með er sú að einungis verði mannaðir sjúkrabílar á Þórshöfn og Húsavík. Á Raufarhöfn
og Kópaskeri yrði þá komið upp vettvangsliðakerfi. Myndi heilbrigðisþjónustan kosta þjálfun allt að 6-8 einstaklinga á hverjum
stað. Vettvangsliði fær ákveðna grunnþjálfun til að veita fyrstu hjálp meðan beðið er eftir lækni og
sjúkraflutningsmönnum. Fulltrúar HSN hafa verið í sambandi við Grím Kárason, Slökkviliðsstjóra Norðurþings um samstarf um
mönnun vettvangsliða kerfisins þ.e. að þeir sem eru í slökkviliði Norðurþings tækju þetta hlutverk að sér. HSN mun kosta
þjálfun allt að 6-8 manna á hverjum stað, standa fyrir árlegri endurþjálfun og útvega slökkviliðinu bíla sem geta nýst
til fleiri verkefna. HSN myndi borga kostnað vegna útkalla.
HSN mun ekki spara á þessari breytingu enda er það ekki markmiðið. Sjúkraflutningum mun ekki fækka heldur flyst hann á þau tvö lið
sem eftir verða.
Það er trú okkar að með þessum breytingum standi eftir betri neyðarþjónusta og öflugra slökkvilið.
HSN getur hinsvegar ekki haldið áfram með verkefnið án formlegs samstarfs við Norðurþing.
Bæjarráð þakkar Jóni Helga og Ásgeiri fyrir góða yfirferð og kynningu.
|
|
|
|