Sólstöðuhátíðin á Kópaskeri !
Föstudagur: 20. júní
Kl. 16:00 Dans. Vígsla og formleg afhending útilistaverksins Dans við áningastaðinn við Presthólalón. Listakonan Yst flytur ávarp viðstaddir syngja Vel er mætt.
Kl. 16.30 Vígslugestum boðið að væta kverkar eftir sönginn á opnun áratugs-afmælissýningarinnar Tíðir í Bragganum. Afmælissýningin ber heitið Tíðir og er samvinnuverkefni Ystar og Ingibjargar Guðmundsdóttur frá Kópaskeri.
Kl. 17:00 - 18:00. Vígslukaffi í boði Kvenfélagsins Stjörnunnar í Stórumörk
Kl. 19:00 - Kjötsúpukvöld við Skólahúsið, nokkrir íbúar þorpsins bjóða upp á kjötsúpu.
Í ár verður það HATTAÞEMA. Takið nú fram ykkar bestu HATTA.
Kl. 21:00 Sólstöðutónleikar Flygilvina. Kvæðin um fuglana, ásamt myndasýningu, í flutningi Eyþórs Inga Jónssonar og Elvý G. Hreinsdóttur.
Kl: 23:30 - Hefst sólstöðuganga á vegum Ferðafélagsins Norðurslóðar. Gengið verður á Snartarstaðanúp. Mæting í Skörðunum við slóðann upp á Núpinn.
Laugardagur: 21. júní
Kl. 10:00 – 12:00 Formleg opnun á útsýnispalli við Skjálftavatn í Kelduhverfi. Aðilar frá Norðurhjara verða á staðnum.
Kl. 11:00 -18:00 Tíðir í Bragganum!
Kl. 13:00 - 16:00 Bátar, leiktæki, og fl. við Klifatjörn. UMFÖ er með umsjón.
Kl: 13:00 - 14:00 Söguganga um Kópasker. Lagt af stað frá Skólahúsinu/Skjálftasetrinu.
Kl. 14:00 - 17:00 Fatasala Rauðakrossins í Þingeyjarsýslum í Skólahúsinu/Skjálftasetrinu.
Kl. 14:00 -16:30 Sólstöðukaffisala Kvenfélagsins Stjörnunnar í Stóru Mörk . Posi á staðnum.
Kl. 14:00 - 16:30 Handverkssýning eldri borgara í Stóru Mörk
Kl. 19:00 - 21:00 Boðið upp á veislumáltíð í Fjallalambi gegn vægu verði.
Kl. 22:00 - 03:00 Dansleikur í Pakkhúsinu með Hljómsveitinni Hvanndalsbræður. Í umsjón UMFÖ. Aðgangseyrir
Kr. 3.000,-
Sunnudagur: 22. Júní
Kl. 11:00 – 12:00 Helgistund við Snartarstaðarkirkju.
Kl. 11:00 -18:00 Tíðir í Bragganum
Kl. 13:30 - 15:30 Gengið verður um Kópaskers-sigdalinn.
Kl. 13:00 - 17:00 Opið á Byggðasafninu og Skjálftasetrinu alla dagana.
Braggasýningin Yst í Öxarfirði verður framvegis einungis í tengslum við Sólstöðuhátíðina á Kópaskeri. Nú dagana 20. - 22. júní kl. 11:00-18:00. Hjartanlega velkomin - ókeypis inn . Yst
Sólstöðuhátíðarnefnd.
|