Fara í efni

Spá veðurvaktar um gasdreifingu

Spá veðurvaktar um gasdreifingu

 

Í dag (mánudag) berst gasmengun frá eldgosinu til suðvesturs. Gæti orðið vart við hana á svæði sem afmarkast af Skeiðarárjökli í austri og Selfossi í vestri. Í kvöld gæti mengunin náð vestar, yfir Höfuðborgarsvæðið og Reykjanes. 
Í kvöld lægir vind á landinu og á morgun (þriðjudag) er búist við froststillu á gosstöðvunum. Við slíkar aðstæður eru auknar líkur á háum styrk mengunar. Þegar kemur fram á daginn má búast við sunnan og suðvestan andvara og eru því mestar líkur á mengun á svæðunum norðan og austan við eldstöðina, en gosmóða gerir þó væntanlega vart við sig víðar um land á þriðjudeginum.
Spá gerð: 03.11.2014 08:16. Gildir til: 04.11.2014 23:00.


Spákort fyrir daginn í dag og á morgun

Hér eru spákortin. Fleira er í boði. Varðstu var við mengun? Þarftu að leita ráða? Sjá neðst.

 Blágræna svæðið sýnir hvar líkur eru á mengun frá eldgosinu í dag.
 
© Veðurstofa Íslands