Spennandi tækifæri á Raufarhöfn - Tvö störf í boði fyrir öfluga einstaklinga
02.02.2018
Raufarhöfn hefur undanfarin ár verið þátttakandi í byggðaeflingar-verkefninu Raufarhöfn og framtíðin og hafa mörg skref verið stigin í uppbyggingu á svæðinu. Vegna þessarar uppbyggingar eru nú meðal annars tvö störf í boði fyrir áhugasama um uppbyggingu þorpsins á sviði atvinnu- og samfélagsþróunar og í tengslum við náttúrurannsóknir. Í þorpinu er nægjanlegt framboð af húsnæði, heilbrigðis-þjónusta, leik- og grunnskóli, dagvöruverslun, banki og pósthús.
Verkefnastjóri atvinnu – og samfélagsþróunar og Forstöðumaður Rannsóknastöðvarinnar Rifs
Hvetjum alla áhugasama til að sækja um. Frekari upplýsingar um starfið má finna hér.