Starfsmaður/menn óskast til starfa í Ráðhúsi Raufarhafnar.
1. Símsvörun/póstafgreiðsla.
Um er að ræða framtíðarstarf í 50% starfshlutfalli, vinnutími er frá kl. 08:45 til 12:45 með bréfbera starfi, annars frá kl.12:15 til 16:15 og felur í sér annars vegar símsvörun fyrir aðalskiptiborð Norðurþings, ásamt almennri póstafgreiðslu fyrir Íslandspóst. Fyrsti starfsdagur er 1.september.nk.
Hæfniskröfur.
Æskilegt er að viðkomandi hafi:
- Góða almenna tölvukunnáttu.
- Góða færni í íslensku og ensku.
- Lipurð og hæfni í samskiptum.
Greitt er samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Framsýnar
2. Bréfberi.
Starf bréfbera er laust frá og með 1.ágúst. Um er að ræða 50% starfshlutfall. Vinnutími frá 12:00 til 16:00.
Greitt er samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Framsýnar.
Tilvalið er að sameina störfin fyrir einn starfsmann.
Umsóknarfrestur er til og með 25.júlí.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Svava Árnadóttir á Raufarhöfn.
Starfsumsóknir sendist á skrifstofu sveitarfélagsins á Raufarhöfn og/eða á netfangið svava@nordurthing.is
464-6100 og beinn sími 464-9854