Strákurinn okkar fréttir frá Sochi
Jóhann Þór Hólmgrímsson keppir á morgun, fimmtudaginn 13.mars í svigi.
Fyrri ferðin í svigi karla hefst kl. 11:55 að íslenskum tíma. Jóhann verður númer 38 í
röðinni
og er vestið hans númer 106. Ef Jóhann klárar brautina
í fyrri ferðinni, þá er seinni ferðin kl. 15:00 að íslenskum tíma.
Seinni keppnisdagurinn er laugardagurinn 15. mars. Þá er keppt í stórsvigi karla. Rúv sýnir beint frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsí í Rússlandi . Við hvetjum alla til að fylgjast með keppendunum tveimur frá Íslandi;
Erna Friðriksdóttir endaði í 9. sæti í svigi í sitjandi flokki á vetrarólympíumóti fatlaðra í Sotjí í Rússlandi. Aðstæður voru frekar erfiðar í brautinni þar sem skyggni var frekar slæmt vegna töluverðar snjókomu. Erna verður aftur í eldlínunni á sunnudaginn en þá keppir hún í stórsvigi
Áfram Ísland!!