Sýn mín á framtíð Raufarhafnar.
Nú þegar líður að sveitarstjórnarkosningum, vil ég minna á að Norðurþing er stærra en Húsavík. Það kemur óneitanlega spenningur í mann þegar líður að kosningum og allir vilja gera allt, en sú er ekki raunin þegar litið er á raunveruleikann. Það sem mér er efst í huga er að reyna að fjölga fólki og ekki síst barnafólki, því unga fólkið er framtíð Raufarhafnar. S.R-húsin þarf að gera snyrtilegri og laga þarf þakið á mjölhúsinu svo húsið sé nothæft. Það væri gott ef hægt væri að koma rafmagni þannig fyrir að þeir sem leiga bil í húsinu gætu tengt sig við rafmagnið. Mikilvægt er að auglýsa og kynna þá að-stöðu sem þarna er fyrir hendi á landsvísu.
Heimskautsgerðið er okkur Raufarhafnarbúum til sóma. Þó það sé ekki fullklárað er verið að vinna í því. En það er ekki nóg að hafa svona flott mannvirki ef ekkert fleira er fyrir hendi, svo sem heitir pottar við sundlaugina og aukinn opnunartími. Raufarhöfn á mikla og merka sögu sem snertir atvinnulíf landsins og afkomu þjóðarinnar á síldarárunum. Mögulegt er að búa til kort með helstu upplýsingum um áhugaverða staði sem tengist sögu Raufarhafnar og koma þar fyrir skiltum með nánari upplýsingum.
Verðlag er mjög hátt á Raufarhöfn, mikið til vegna hárra flutningsgjalda. Þetta gerir mikin mismun á búsetuskilyrðum. Melrakkasléttan er mikið farinn og er paradís ferðamannsins og fuglaáhugamanna, en vegurinn er oft nánast ófær vegna stórgrýtis.
Hér má nefna dreifikerfið fyrir útvarp og internet, sem eru afar lélegt. Það er til skammar að þessi mál skulu ekki vera í betra lagi.
Að lokum má nefna starf F.E.R. (Félag eldri borgarar á Raufarhöfn) það er til sóma og hvet ég alla sem eiga leið um Raufarhöfn að skoða aðstöðu þeirra.
Höldum vörð um framtíð sveitafélagsins okkar og stöndum saman um velferð þess.
Sigríður Valdimarsdóttir skipar 8.sæti, Samfylkingar og
annars félagshyggjufólks í Norðurþingi.