Þar kom að því, ég er í framboði.
Ég hef velt því fyrir mér hvernig ég gæti haft áhrif á það sem gert er í samfélagi mínu. Hvernig haldið er utanum fölskyldur? Hvernig stutt er við atvinnulífið? Hvernig umhverfi okkar er skipulagt og fegrað? Við höfum öll skoðanir á sérhverju málefni. Því miður er umræðan of oft neikvæð og tuðað er við eldhúsborðið eða á kaffistofunni. Við tjáum skoðanir okkar uppstyttulaust í ljós við eldhúsborðið eða á kaffistofunni.. Okkur finnst að þessir 9 bæjarfulltrúar séu tómir rugludallar og allir aðrir betur til þess fallnir að taka skynsamlegri ákvaranir
Við það af fara í framboð opnast tækifæri til að láta rödd mína heyrast, leggja mitt af mörkum í þeirri viðleitni að bæta samfélagið og vinna með öðrum sem hafa áhuga á að þetta magnaða sveitarfélag verði enn betra.
Ég flutti til Húsavíkur sumarið 2008 úr Mývatnssveit og er ég búin að vinna á leikskólanum Grænuvöllum síðan og líkað mjög vel.
Haustið 2008 reið yfir ölduskafl efnahags erfiðleika. Sveitarfélagið hefur gert sitt til til að halda sjó. Eina úrræðið í slíkri stöðu sem hægt var að grípa til var niðurskurður og sparnaður.
Sparnaður og niðurskurður hefur enn ekki bitnað á börnunum í leikskólanum á Húsavík að mínu mati. Það er einkum að þakka frábæru starfsfólki á leikskólanum og velvilja hjá foreldrum og mörgum einstaklingum í samfélagi okkar. En ekki er hægt að ganga lengra. Við verðurm að sækja fram, endurnýja búnað, halda við húsnæði og auðga starfsumhverfi barnanna.
Ef á að laða að barnafólk til Norðurþings er ekki nóg að hafa atvinnu það er líka nauðsynlegt að hafa öfluga leikskóla sem taka inn börn frá þeim tíma sem fæðingarorlofi lýkur. Metnaðarfullt og faglegt skólastarf fyrir börn frá tveggja til sextán ára aldurs er rekið af sveitarfélginu. Í haust eiga eins árs börn kost á leikskólaplássi aftur hér á Húsavík.
Við skulum standa vörð um það og vera vakandi fyrir þörfum samfélagsins á hverjum tíma.
Við hjá Samfylkingunni og öðru félgashyggjufólki köllum á þig til samstarfs .
Unnur Sigurðardóttir leikskólakennari í 6. sæti lista Samfylkingar og annars félgashyggjufólks í Norðurþingi.