Fara í efni

Þorrablót á Raufarhöfn

Þorrablót Raufarhafnar

Þorrablót Raufarhafnar verður haldið í Félagsheimilinu Hnitbjörgum þann 8. febrúar n.k. Forsala miða verður í Hnitbjörgum sama dag frá kl. 12:00 – 13:00 og er miðaverð 4.000 krónur. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00

Að skemmtidagskrá lokinni mun hljómsveitin SOS leika fyrir dansi.

Að venju efnum við til samkeppni um besta botninn, en fyrriparturinn er svona:

Í Hnitbjörgum er hákarlslykt af þér
hrífandi, og bíður nóttin unga

Botnum skal skila í Verslunina Urð fyrir kl. 12:00 föstudaginn 7. febrúar undir dulnefni.
Hótel Norðurljós býður upp á gistingu, morgunverð og þorrabakka fyrir aðeins 12.000 krónur á mann en verð á þorrabakka er 4.000 krónur á mann.
Allir eru velkomnir

Þorrablótsnefnd:
Birna Björnsdóttir, Hörður Þorgeirsson
Berglind Friðbergsdóttir, Jóhannes Ingi Árnason
Frida Elisabeth Jörgensen, Jón Ketilsson
Hugrún Þorgeirsdóttir, Þorgeir Gunnarsson