Fara í efni

Tónleikar á Kópaskeri - Þjóðlagadúettinn LalomA

Þjóðlagadúettinn LalomA heldur tónleika í skólahúsinu á Kópaskeri þriðjudaginn, 24. maí kl. 20:30.

Miðaverð er kr. 1.500 en ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri.

LalomA er samstarfsverkefni Kristjáns Martinssonar sem spilar á flautu og harmonikku og Laura Lotti sem spilar á hörpu. Þau leiða saman hesta sína vegna sameiginlegs áhuga á vestur-evrópskri þjóðlagatónlist. Á efnisskrá eru lög frá Íslandi, Írlandi, Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu og Norðurlöndunum.

Þess má geta að dúettinn hefur fjölþjóðlegan blæ þar sem Kristján rekur ættir sínar til Íslands og Englands en Laura til Hollands og Ítalíu. Það sem gefur dúettinum einnig aukinn fjölbreytileika er að Kristján hefur bakgrunn í djassinum en Laura úr klassíkinni.

 

Flygilvinir - tónlistarfélag við Öxarfjörð.

 

Sóknaráætlun Norðurlands eystra styrkir tónleikana.