Fara í efni

Unglingar frá Bakkafirði í heimsókn!


Unglingar Grunnskóla Bakkafjarðar komu í tveggja daga heimsókn til Raufarhafnar síðastliðinn mánudag, og var vel tekið á móti þeim af eldri deild Grunnskóla Raufarhafnar.

Unglingarnir fóru í pizzu-veislu á hótelinu á mánudaginn og fóru síðan í íþróttahúsið í leiki. Kvöldið byrjaði á spurningakeppni í félagsheimilinu, þaðan var farið í sund og kvöldið endaði með bíómynd í skólanum. Nemendur og skólastjórar gistu í skólanum.


Á þriðjudagsmorgun fóru nemendur og kennarar í langan göngutúr um þorpið og gengu svo um Höfðann. Eftir hádegismat unnu krakkarnir hópverkefni þar sem ímyndunaraflið fékk að njóta sín hjá þessum flottu krökkum! 


Seinnipart dags héldu gestirnir ánægðir heim til Bakkafjarðar.

Þetta var frábær heimsókn í alla stað og veðrið lék við gesti og heimamenn allan tímann.