Upplýsingafundur Raufarhafnar og framtíðar
16.10.2015
Verkefnið Raufarhöfn og framtíðin bjóða til upplýsingafundar í félagsheimilinu Hnitbjörgum þann 21. Október. Fundurinn hefst 17:00 og er áætlað að hann standi í tvo tíma. Dagskrá fundarins er svohljóðandi:
• Farið yfir það sem hefur áunnist
• Markmið unnin upp úr niðurstöðum íbúafunda og annara fyrirliggjandi greininga kynnt til umræðu
• Hvað er í deiglunni?
• Hverfisráð- sveitarstjórn kynnir
• Önnur mál
Allir eru hvattir til að koma og kynna sér málin. Kaffi á könnunni.
Kveðja Silja, verkefnastjóri Raufarhafnar og framtíðar