Fara í efni

Útboð-laxveiði-Deildará.

Veiðifélag Deildarár, óskar hér með eftir tilboði í laxveiði í Deildará á Sléttu árin 2016 til 2019/2021 (þ.e. 3-5 ár) að báðum/öllum árum meðtöldum.

 

Um er að ræða veiðirétt á Deildará sem er u.þ.b. 12 km löng. Vatnasvið árinnar er u.þ.b. 46 ferkm. Deildará er laxveiðiá á Sléttu. Veiðihús árinnar stendur rétt fyrir utan Raufarhöfn. Þrjár stangir eru leyfðar í ánni.

 

Veiðifélagið hefur einnig ákveðið að bjóða út veiði í Fremri Deildará, sem er silungsveiðiá.  

 

 

Óskað er eftir tilboðum í bæði veiðisvæðin, sitt í hvoru lagi, sbr. útboðsgögn.

 

Útboðsgögn og allar upplýsingar er hægt að nálgast hjá formanni veiðifélagsins, Nönnu Höskuldsdóttur, í síma 868-8647 / 462-1288 eða á netfangið deildara@simnet.is

 

Frestur til að skila tilboði rennur út dags. 6. apríl 2015 kl 15:00. Tilboðin verða opnuð á Husavik Cape Hotel, Höfða 24b Húsavík. Föstudaginn 10. apríl 2015 kl 15:00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

 

Áskilin er allur réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.

 

Tekið af vef:http://angling.is/is/frettir/nr/193899/