V-listi opnar kosningaskrifstofu í Norðurþingi
12.05.2014
Við opnun kosningaskrifstofu V-listans í dag var margt um manninn og lífleg umræða um tímana framundan. Þar var stefnuskrá V-listans lögð fram ásamt því að formaður Vinstri-Grænna, Katrín Jakobsdóttir, hélt tölu og kom inn á að þrátt fyrir að starf sveitarstjórnarmannsins væri af pólitískum toga þá væri það líka þjónustustarf við íbúa sveitarfélagsins. Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri-Grænna, leit einnig við. Sigurður í Skarðaborg, frambjóðandi með meiru, leiddi afmælissöng fyrir afmælisbarn dagsins, Óla Halldórs. Sigurður mætti líka í hefðbundnum sauðburðarklæðnaði Skarðaborgarmanna. Kynntir voru til sögunnar fágætir bolir sem vöktu sterk viðbrögð. Í heildina frábær dagur með skemmtilegu fólki í miklum baráttuhug.