Vígsla sparkvallar
Sparkvöllurinn var formlega vígður með viðhöfn laugardaginn 14. júní. Hjálmar Bogi Hafliðason, formaður tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings, flutti stutt ávarp og Birna Björnsdóttir, formaður UMF Austra, ávarpaði einnig viðstadda. Hún gerði grein fyrir aðkomu ungmennafélsgsins að byggingu sparkvallarins og þakkaði einnig bæjarbúum fyrir framlag þeirra við þökulagningu umhverfis völlinn, en UMF Austri tók það verk að sér.
Jóhann R. Pálsson, æskulýuðs- og tómstundafulltrúi Norðurþings, afhenti 10 bolta frá sveitarfélaginu sem ættu að nýtast á vellinum. Aðalbjörn Jóhannsson stýrði síðan nokkrum leikjum og viðstaddir tóku þátt í og að því loknu var við hæfi að vígja völlinn með fótboltaleik á milli fulltrúa sveitarfélagsins og unglinga staðarins. Leikurinn var æsispennandi en lauk með naumum sigri „þeirra gömlu“. Einnig kepptu yngri liðsmenn UMF Austra við mæður sínar og lauk þeim leik með jafntefli.
Því næst afhentu Birna Björnsdóttir og Olga Friðriksdóttir öllum leik- og grunnskólabörnum staðarins boli með merki UMF Austra.
Að þessu loknu var boðið upp á grillaðar pylsur með tilheyrandi
.