Ertu í atvinnuleit með viðskiptahugmynd í kollinum?
Frumkvæði er nýtt úrræði Vinnumálastofnunar sem unnið er í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Megintilgangur verkefnisins er að styðja fólk sem þiggur atvinnuleysisbætur og er í atvinnuleit við að búa sér til eigin störf. Í úrræðinu Frumkvæði eiga atvinnuleitendur kost á fræðslu og leiðsögn til að kanna möguleika og tækifæri á að búa til eigið starf. Þátttakendur kanna þörf fyrir væntanlega þjónustu eða vörur sínar á markaði og gera viðskiptaáætlun um viðkomandi verkefni til að meta hvort verkefnið er raunhæft og hvað þurfi til svo að unnt sé að búa til starf.
https://www.nmi.is/is/frumkvaedi
07.11.2018