Kaupfélagið á Raufarhöfn ætlar að bjóða handverksfólki í Norðurþingi, að vera með sölubása um verslunarmannahelgina, 1.-3. ágúst n.k.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með bás hafið samband við Kristjönu í síma 849-3536 fyrir 26. júlí n.k.
Ekkert verð er á sölubásum, bara vera með :)
Jónína Sigríður Þorláksdóttir er komin til starfa við Rannsóknarstöðinni Rifi. Henni er ætlað að innleiða regluverk Interact sem er félag rannsóknarstöðva á norðlægum slóðum og koma að stefnumótun og hjálpa til við að setja upp ýmsar rannsóknir sem að svæðinu snúa.
Þá er árlegu Ásbyrgismóti lokið. Mótið gekk vel fyrir sig og mótsgestir voru allir til fyrirmyndar og er óhætt að segja að þetta sé sameiginleg fjölskylduhátíð okkar Norður-Þingeyinga.
Ljósmyndasamkeppnin fékk umfjöllun í Skarpi í vikunni. Núna eru nokkrar myndir komnar inn en betur má ef duga skal og hér er gott tækifæri til að sýna ljósmyndahæfileika og hversu falleg Raufarhöfn er. Allir eru hvattir til að taka þátt enda dómarar ekki af verri endanum og ljómandi verðlaun í boði :) Koma svo!
Gunna sem átti að vera matgæðingur vikunnar fær einnar viku frest því hún var að verða amma í fyrsta skipti og óskum við henni innilega til hamingju með það :) Í staðinn er hægt að sjá uppfyllingaruppskrift frá síðustjórum hér til hliðar. Njótið! Sumarlegt salat með lambafille og piparrótarsósu.
Í næstu viku fáum við svo uppáhaldsuppskriftina hennar Gunnu!