Næsta ferð á vegum Ferðafélagsins Norðurslóðar er jeppa- og gönguferð á Öxarfjarðarheiði á laugardaginn, 6. september.
Bærinn Hrauntangi stóð á miðri Öxarfjarðarheiði. Spottakorn vestur af Hrauntanga eru svonefndar Kvíar. En þar eru einkennilega fagrar hraundrangamyndanir suður af Rauðhólum, gömlum eldstöðvum á heiðinni.
Lagt upp frá sæluhúsinu á heiðinni kl. 13:00.
Veðurspáin er góð og upplagt að taka með sér nesti og eiga góðan dag í heiðinni.