Fara í efni

Fréttir

Starfsmaður/menn óskast til starfa í Ráðhúsi Raufarhafnar.

Símsvörun/póstafgreiðsla. Um er að ræða framtíðarstarf í 50% starfshlutfalli, vinnutími er frá kl. 08:45 til 12:45 með bréfbera starfi, annars frá kl.12:15 til 16:15 og felur í sér annars vegar símsvörun fyrir aðalskiptiborð Norðurþings, ásamt almennri póstafgreiðslu fyrir Íslandspóst. Fyrsti starfsdagur er 1.september.nk.
14.07.2014

Ásbyrgismót UNÞ

Hið árlega Ásbyrgismót verður helgina 11. - 13. júlí. Sjá dagskrá mótsins hér:
08.07.2014

Útsýnispallur við Tjarnarleitisrétt

Ferðaþjónustusamtökin Norðurhjari hafa undanfarið misseri unnið að svokölluðu áfangastaðaverkefni á starfssvæði sínu, sem er frá Kelduhverfi austur á Bakkafjörð. Stærsta framkvæmdin innan verkefnissins var smíði útsýnispalls við Skjálftavatn í Kelduhverfi, en þar er góð aðstaða til fuglaskoðunar og gott útsýni.
02.07.2014

Vígsla sparkvallar

Sparkvöllurinn var formlega vígður með viðhöfn laugardaginn 14. júní. Hjálmar Bogi Hafliðason, formaður tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings, flutti stutt ávarp og Birna Björnsdóttir, formaður UMF Austra, ávarpaði einnig viðstadda. Hún gerði grein fyrir aðkomu ungmennafélsgsins að byggingu sparkvallarins og þakkaði einnig bæjarbúum fyrir framlag þeirra við þökulagningu umhverfis völlinn, en UMF Austri tók það verk að sér.
01.07.2014

Afmæli skólans

Á þessu ári eru 50 ár liðin frá því að núverandi húsnæði grunnskólans var tekið í notkun. Haldið var upp á þessi tímamót 31. maí sl. Dagskráin hófst kl. 11:00 með því að Jón Magnússon fyrrverandi skólastjóri hringdi skólabjöllunni.
01.07.2014

Árshátíð skólans

Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Raufarhafnar hélt sína árlegu árshátíð 30. maí sl. Sýnt var leikritið Galdrakarlinn af Oz. Allir nemendur skólans tóku þátt í sýningunni og hafa þeir ásamt starfsfólki lagt mikla vinnu í undirbúningu sýningarinnar. Sýnt var fyrir fullu húsi og eftir sýningu var boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð. Hér er hægt að sjá myndir frá undirbúningi sýningarinnar.
01.07.2014

Góð þátttaka á umhverfisdegi

Umhverfisdagur var á Raufarhöfn 28. maí sl. á vegum Íbúasamtaka Raufarhafnar og Norðurþings. Þátttaka var mjög góð, íbúar týndu rusl á opnum svæðum og í fjörum. Einnig var haldið áfram að þökuleggja svæðið í kring um sparkvöllinn og að lokum var boðið upp á grillaðar pylsur. Hér er hægt að sjá myndir frá umhverfisdeginum.
01.07.2014

„Kaflaskil í byggðaþróunarverkefni á Raufarhöfn“

Ágætu íbúar Raufarhafnar og aðrir velunnarar staðarins! Senn líður að lokum starfstíma undirritaðs sem sérstaks verkefnisstjóra Byggðastofnunar á Raufarhöfn, en eins og áður hefur komið fram var samningur framlengdur um 4 mánuði, til 30. júní 2014. Því langar mig að staldra við og setja nokkur orð á blað.
27.06.2014

Háskólanemi við störf á Raufarhöfn í sumar

Í sumar verður Þóra Björg Andrésdóttir háskólanemi að vinna að sumarverkefni á Raufarhöfn. Þóra er nemi í jarðfræði við Háskóla Íslands, mikið náttúrubarn og spennt að takast á við sumarið.
26.06.2014

Opnun Skerjakollu - búðarinnar á Kópaskeri.

Opnun Skerjakollu - búðarinnar á Kópaskeri. Guðmundur Magnússon, formaður Framfarafélags Öxarfjarðar og fulltrúi íbúa, afhenti Ingu Sigurðardóttur og Guðmundi Baldurssyni blómvönd í tilefni dagsins og ánægðir viðskiptavinir streymdu að kassanum eftir laga mánuði búðarleysis á Kópaskeri.
21.06.2014

Sólstöðuhátíðin á Kópaskeri !

Helgina 20. – 22. júní 2014. Sjá dagskrá:
19.06.2014

Góð þátttaka í kvennahlaupi.

Mjög góð þátttaka var í kvennahlaupinu á Raufarhöfn en 25 konur, börn og einn drengur tóku þátt. Óhætt er að segja að aldursbilið hafi verið ansi breitt, en yngsti þátttakandinn var 1 mánaðar gamall og sá elsti 83 ára. Farið var frá íþróttamiðstöðinni kl. 11:00 og voru þrjár vegalengdir í boði; 3 km, 5 km og 7 km. Veðrið var afar gott, hlýtt og logn. Þátttakendum var svo boðið í sund sama dag. Sjá myndir.
18.06.2014