Í tengslum við átaksverkefni á Raufarhöfn hefur síðasta árið verið unnið að framgangi ágætrar hugmyndar Þorkels Lindberg Þórarinssonar að stofna náttúrurannsóknastöð á Raufarhöfn og nýta þannig sérstöðu svæðisins. Rannsóknastöð á Raufarhöfn er ætlað að efla rannsóknastarf á Melrakkasléttu, m.a. með því að laða að bæði innlenda og erlenda vísindamenn til dvalar í stöðinni og rannsókna á svæðinu.