Lista- og menningarsjóður
Lista- og menningarsjóður Norðurþings var stofnaður af bæjarstjórn Húsavíkur á 40 ára afmæli Húsavíkurkaupstaðar. Hlutverk sjóðsins er að efla list- og menningarviðburði af ýmsu tagi í Norðurþingi. Fjölskylduráð Norðurþings fer með stjórn sjóðsins.
Umsókn um styrk í sjóðinn eru afgreiddir á fundum Fjölskylduráðs Norðurþings og er hægt að sækja um styrk í sjóðinn árið um kring.