Fara í efni

Sumarfrístund 2024

 
Mynd : Gaukur HjartasonSumarfrístund 2024                                                                       
Netfang: fristund@borgarholsskoli.is
Sími: 624-2781
 
Starfsfólk 

Friðrika Bóel Ödudóttir (umsjónarmaður frístundar)
María Björt Wiium Guðnadóttir
Jónína Hildur Grímsdóttir
Tamara Beerová
Ásgerður Heba Aðalsteinsdóttir
Guðrún Birna Örvarsdóttir
Arnar Páll Matthíasson
Jakob Gunnar Sigurðsson
Höskuldur Ægir Jónsson
Andri Valur Bergmann
Fuahd Raymond Adeoti
Kolbeinn Óli Haraldsson
Benedikt Árni Lund

Dagskrá fyrir hádegi

Dagskrá eftir hádegi

 Skrá í gegnum Sportabler

Öll skráning í Sumarfrístund fer í gegnum sportabler líkt og síðustu ár. Skrá þarf sérstaklega fyrir og eftir hádegi

 

Opnunartími:
Fyrir hádegi: 08:00-12:00
Eftir hádegi: 13:00-16:00

Lokað er í hádeginu á milli 12:00-13:00 og eru foreldrar vinsamlegast beðnir um að virða það að sækja börn sín á tilsettum tíma.

Skráning og verð 

- 6. júní - fyrsti dagur
- 5. júlí – síðasti dagur fyrir sumarfrí
- 6. ágúst – fyrsti dagur eftir sumarfrí
- 16. ágúst – síðasti dagur sumarfrístundar

Verð fyrir viku í sumarfrístund fyrir hádegi er 3.990 kr. og verð fyrir viku í sumarfrístund eftir hádegi er 8.200 kr. Vikan er ódýrari ef lokað er einhvern dag vikunnar (td frídag verslunarmanna, 17.júní eða þess háttar).

11.400 kr. afsláttur af heildarverði af allar vikur eru bókaðar í einu.

Systkinaafsláttur er 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn.

Einstæðir fá 25% afslátt (þeir sem ætla að nýta þann afslátt þurfa að setja sig í samband við forstöðumann frístundar).

ATH. borga þarf hverja viku fyrir sig, eða sækja um allt sumarið í einu.

Námskeið eru ekki endurgreitt ef að börn forfallast.

Frístundastyrk barns er hægt að nýta í Sumarfrístund eftir hádegi
 

Fyrir hverja og hvenær?

Fyrir sumarfrí (árg 2014-2017)

Sumarfrístund – vika 1 – (6 júní - 7 júní)
Sumarfrístund – vika 2 – (10 júní - 14 júní)
Sumarfrístund – vika 3 – (18 júní - 21 júní)
Sumarfrístund – vika 4 – (24 júní - 28 júní)

Sumarfrístund – vika 5 – (1. júlí – 5 júlí)

Lokað fyrir skráningu – fimmtudaginn 30. maí

Lokað 8.júlí – 5.ágúst (4 vikur)

Eftir sumarfrí (árg 2014-2018).

Sumarfrístund – vika 6 – (6 ágúst - 9 ágúst)
Sumarfrístund – vika 7 – (12 ágúst - 16 ágúst)

Lokað fyrir skráningu föstudaginn 28.júní

Fyrirkomulag Sumarfrístundar 

Dagskrá Sumarfrístundar Norðurþings er yfir tímabilið 6. júní til 5. júlí, fer þá í sumarfrí samhliða leikskólanum en hefst aftur 6. ágúst til 16. ágúst.
Dagskráin er skipulögð með þeim hætti að hver vika er tilgreind sem eitt námskeið – s.s. hvert námskeið er ein vika og þarf að skrá á hvert námskeið fyrir sig.
Ekki er boðið upp á hressingu og því þurfa börnin að koma nestuð.

ATH: Sumarfrístund er ekki opin eftirtalda frídaga:
17.júní

8.júlí – 5.ágúst (sumarfrí)
5.ágúst frídagur verslunarmanna

Algengar spurningar:

Hvað með forföll?
Foreldrar láta vita af forföllum í 624-2781 eða með SMS eða á netfangið fristund@borgarholsskoli.is

- Er einhver sérstakur klæðnaður?
Ætlast er til að börn komi ávallt klædd eftir veðri og komi með þann klæðnað sem tilgreindur er í dagskrá.

- Hvar er Sumarfrístund?
Sumarfrístund er staðsett í Borgarhólsskóla - inngangur sem snýr að íþróttahöll og FSH

- Hvernig greiðir maður?
Allar greiðslur fara fram í gegnum Sportablerkerfið.