Borgarhólsskóli
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 07:50 - 15:00
Í Norðurþingi eru reknir þrír heildstæðir grunnskólar, Borgarhólsskóli á Húsavík, Öxarfjarðarskóli og Grunnskóli Raufarhafnar.
Borgarhólsskóli er fjölmennasti skólinn, hann varð til við sameiningu Barnaskóla Húsavíkur og unglingadeilda Framhaldsskóla Húsavíkur árið 1992. Borgarhólsskóli þjónar nemendum frá Húsavík og úr Reykjahverfi.
Nemendum í 1. til 4. bekk býðst lengd viðvera í frístund sem rekin er í frístundaheimilinu Túni. Frístund er opin alla virka daga frá lokum skóladags og til kl. 16:00.
Frístund heyrir undir Fjölskylduráð Norðurþings.
Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn grunn- og leikskóli sem þjónar nemendum á Raufarhöfn.
Öxarfjarðarskóli er samrekinn grunn- og leikskóli fyrir skólasamfélagið sem nær frá Kelduhverfi til Melrakkasléttu. Tvær leikskóladeildir starfa innan skólans, önnur er staðsett á Kópaskeri en hin í Lundi þar sem grunnskólinn er til húsa.
Mötuneyti er starfrækt í öllum skólunum.
Skólaakstur
Grunnskólanemendum í Norðurþingi sem búa lengra en 1,5 km frá skóla í dreifbýli er ekið til skóla á kostnað sveitarfélagsins samkvæmt viðmiðunarreglum Norðurþings um skólaakstur í grunnskóla.
Verklagsreglur Norðurþings vegna námsvistar utan lögheimilissveitarfélags
Verklagsreglur Sambands sveitarfélaga vegna námsvistar utan lögheimilissveitarfélags
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 07:50 - 15:00