Fara í efni

Umhverfismál

Til umhverfismála í Norðurþingi telst rekstur og umhirða opinna svæða (innan þéttbýliskjarnanna á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn) ásamt Skrúðgarðinum á Húsavík, blómareitnum á Kópaskeri, skógræktar og útivistarsvæða  í sveitarfélaginu, Landgræðsluverkefni,  matjurta og skólagarðar, Bæjargirðingar og  skreytingar yfir jól og áramót.

Helstu verkefni innan opinna svæða eru grassláttur, plöntun sumarblóma og umhirðu beða og trjáplantna ásamt ruslatínslu.  Á hverju vori fer fram hið árlega hreinsunarátak, þar sem sveitafélagið í samstafi við ýmis félagssamtök stendur fyrir ruslahreinsun víða um sveitafélagið en þó aðallega innan þéttbýliskjarnanna.

Skrúðgarðinn á Húsavík liggur upp með Búðará að vestan. Hófust framkvæmdir við hann árið 1975 og  í dag sinnir hann mikilvægu hlutverki sem staður til afþreyingar og ánægju fyrir íbúa og gesti Húsavíkur.  Þar hefur verið unnið að því að byggja upp trjáplöntusafn og eru um 150 mismunandi trjátegundir að finna í garðinum.

Norðurþing fer með umsjón skógræktarsvæða sem eru tengd landgræðsluskógaverkefninu í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands. Svæðin eru staðsett á Húsavík og kópaskeri og eru skipulögð með göngustígum til útvistar auk þess sem minni svæði t.d. á Raufarhöfn, í Hrísateig og við Heiðabæ eru einnig skipulögð minniháttar skógræktar- og útivistasvæði í rekstri sveitafélagsins.

Norðurþing hefur staðið í landgræðsluverkefnum í samstarfi við Landgræðslu ríkisins. T.d. hefur verið unnið að uppgræðslu mela á Reykjaheiði og við Húsavík.

Norðurþing býður uppá Matjurtagarða kallaðir „kartöflugarðar“ fyrir almenning og eru þeir reknir af Umhverfissviði. Áður voru skólagarðar reknir af Umhverfissviði en hafa nú verið lagðir niður.

Eftirlit og viðhald Bæjargirðinga í sveitafélaginu falla undir umhverfissvið. Undanfarin ár hefur Björgunarsveitin Garðar synt eftirliti og viðhaldi á Girðingum í kringum Húsavíkurbæ.

Ekki er unnið eftir formlegri stefnuskrá varðandi umhverfismál.  Óformleg stefnuskrá umhverfismála í Norðurþingi mótast  t.a.m. af drögum og tillögum til nýs aðalskipulags,  samningum við Skógræktarfélag Íslands og Landgræðslu ríkisins auk stefnu umhverfisstjóra um t.a.m. að lágmarka notkun af tilbúnum áburði og algjöru banni við notkun eiturefna á opnum svæðum á Húsavík.

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi ásamt starfsfólki þjónustustöðva Norðurþings og vinnuskóla sinnir daglegum verkefnum er tengjast umhverfismálum. Einstaka tilfallandi verkefni eru unnin af verktökum en engar  langtíma skuldbindingar eru um kaup á þjónustu. Flestar nýframkvæmdir eru boðnar út til verktaka.

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi   hefur umsjón og ábyrgð með verkefnum Umhverfissviðs og öðru er lýtur að gróðri og ræktun í sveitarfélaginu og veitir íbúum ráðgjöf og upplýsingar um þau mál.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs: Elvar Árni Lund

Aðsetur: Ketilsbraut 7-9
Sími: 464-6100
Netfang: elvar@nordurthing.is