Tjaldsvæði í umsjá Norðurþings
Rekstur tjaldsvæða var boðinn út fyrir sumarið 2024 og því er Norðurþing ekki að reka tjaldsvæðin.
Frá og með 21. september þá verða öll tjaldsvæðin í rekstri Norðurþings lokað yfir veturinn. Gestum er frjálst að dvelja á svæðunum en aðstöðuhús verða lokuð og önnur þjónusta liggur niðri. Ekki er rukkað inn á svæðinu.
Húsavík
Tjaldsvæðið á Húsavík er vel staðsett í útjaðri bæjarins. Þaðan er stutt að heimsækja margar af helstu náttúruperlum landsins svo sem Dettifoss, Mývatn og Ásbyrgi.
Netfang: camping.husavik@gmail.com
Sími: 792-0160
Kópasker
Netfang: skerjakolla@simnet.is
Sími: 866-7813
Raufarhöfn
Tjaldsvæðið á Raufarhöfn er staðsett við grunnskólann og íþróttamiðstöð bæjarins. Þjónustuhús með vaski, salerni og sturtu er á staðnum. Tjaldsvæðið er skemmtilega byggt í skeifu sem umliggur svæðið. Gjald er greitt í sundlaug bæjarins sem er við hliðina á tjaldsvæðinu.
Ef íþróttahúsið er lokað er hægt að greiða í Ráðhúsinu á Raufarhöfn (við Aðalbraut)
Á tjaldsvæðinu er kolagrill, rafmagnstenglar og nestisborð.