Fara í efni

Tjaldsvæði í umsjá Norðurþings

Rekstur tjaldsvæða var boðinn út fyrir sumarið 2024 og því er Norðurþing ekki að reka tjaldsvæðin. 

Frá og með 21. september þá verða öll tjaldsvæðin í rekstri Norðurþings lokað yfir veturinn. Gestum er frjálst að dvelja á svæðunum en aðstöðuhús verða lokuð og önnur þjónusta liggur niðri. Ekki er rukkað inn á svæðinu. 

Húsavík

Tjaldsvæðið á Húsavík er vel staðsett í útjaðri bæjarins. Þaðan er stutt að heimsækja margar af helstu náttúruperlum landsins svo sem Dettifoss, Mývatn og Ásbyrgi.

Netfang: camping.husavik@gmail.com 
Sími: 792-0160

 

 

Kópasker

Tjaldsvæðið á Kópaskeri er við innkeyrsluna inn í þorpið. Þjónustuhúsið með tveim vöskum, sturtu og einu salerni blasir við en tjaldsvæðið sjálft er neðan við bakkann. Þar er mjög skjólgott úr öllum áttum nema sunnanátt.
Á tjaldsvæðinu er kolagrill, rafmagnstenglar og þvottasnúra ásamt pikknik borðum.
Á Kópaskeri er heilsugæsla, útibú Lyfju, útibú Landsbankans, Skerjakolla (verslun), vínbúð, hárskeri og Röndin vélaverkstæði.
Á Kópaskeri er Skjálftasetur, Byggðasafn sem er rétt utanvið þorpið,  9 holu púttvöllur, leiktæki og margt fleira. Margar góðar gönguleiðir eru í nágrenn inu og eru sýndar á korti við tjaldsvæðið. Í góðu veðri liggja selir á steinum við ströndina en einnig er fjölbreytt fuglalíf í þorpinu og allt í kring.

Netfang: skerjakolla@simnet.is 
Sími:  866-7813

 

Raufarhöfn 

Tjaldsvæðið á Raufarhöfn er staðsett við grunnskólann og íþróttamiðstöð bæjarins. Þjónustuhús með vaski, salerni og sturtu er á staðnum. Tjaldsvæðið er skemmtilega byggt í skeifu sem umliggur svæðið. Gjald er greitt í sundlaug bæjarins sem er við hliðina á tjaldsvæðinu.
Ef íþróttahúsið er lokað er hægt að greiða í Ráðhúsinu á Raufarhöfn (við Aðalbraut)

Á tjaldsvæðinu er kolagrill, rafmagnstenglar og nestisborð.

Netfang: angelaagnarsdottir@gmail.com
Sími: 895-5154

 facebook síða tjaldsvæðis

Gjaldskrá tjaldsvæðana