Fara í efni

Félagslegt leiguhúsnæði

Umsjónarmaður fasteigna: Ketill Gauti Árnason
Netfang: ketill@nordurthing.is   

Umsjón með félagslegu húsnæði: Sigrún Edda Kristjánsdóttir
Netfang:  sigrunedda@nordurthing.is

Símanúmer: 4646100 

Norðurþing tryggir framboð af félagslegu húsnæði handa einstaklingum og fjölskyldum sem ekki hafa kost á að afla sér húsnæðis með öðrum hætti. Um er að ræða almennt félagslegt húsnæði og sértækt húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk.

Almennt félagslegt leiguhúsnæði er ætlað þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna, þungrar framfærslubyrðar og lágra launa.

Sértækt húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk er íbúðarhúsnæði sem er ætlað þeim sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum fötlunar og þurfa umfangsmikla aðstoð og stuðning til að geta búið á eigin heimili.

Félagsþjónusta Norðurþings tekur á móti og afgreiðir umsóknir um félagslegt húsnæði. Einnig er hægt að fá almenna upplýsingagjöf og ráðgjöf um húsnæðismál.

Til þess að viðhalda gildi umsóknar þarf umsækjandi að endurnýja umsóknina sína í ágúst hvert ár. Endurnýjun skal berast félagsráðgjafa og getur hvort heldur verið skrifleg eða munnleg. Þá skal umsækjandi gera grein fyrir hugsanlegum breytingum á aðstæðum sínum og þeim þáttum er kunna að hafa áhrif á fyrirliggjandi mat á umsókn.

Fyrirspurnir er hægt að senda á nordurthing@nordurthing.is.  Auk þess er hægt að hringja í síma 460-6100 á milli 9:00 -15:00 á virkum dögum og panta símtal frá húsnæðisfulltrúa.