Sérstakur húsnæðisstuðningur
Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaður þeim einstaklingum og fjölskyldum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði eða eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað sökum lágra tekna, þungrar framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna.
Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára barna er ætlaður fyrir foreldra eða forsjáraðila sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms barna fjarri lögheimili.
Félagsþjónusta Norðurþings annast móttöku og afgreiðslu umsókna um sérstakan húsnæðisstuðning. Fyrirspurnir er hægt að senda á lara@nordurthing.is. Auk þess er hægt að hringja í síma 460-6100 á milli 09:00-15:00 á virkum dögum og panta símtal frá félagsráðgjafa félagsþjónustu.
Reglur Norðurþings um sérstakan húsnæðisstuðning