Safnahúsið á Húsavík
Í Safnahúsinu á Húsavík er glæsileg sjóminjasýning sem sýnir þróun útgerðar í Þingeyjarsýslum. Þar er einnig nútímaleg og framsækin sýning helguð Samvinnuhreyfingunni á Íslandi sem og athyglisverð náttúrugripa- og byggðasafnssýning sem sýnir samspil manns og náttúru í Þingeyjarsýslum á tímabilinu 1850 til 1950.
Í Safnahúsinu er einnig listasalur og rými fyrir ljósmyndasýningar og aðrar styttri sýningar.
Safnahúsið á Húsavík hýsir skrifstofur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og hin ýmsu söfn sem dags daglega eru aðeins að litlu leyti sjáanleg almennum gestum. Á efstu hæð er góð aðstaða fyrir þá sem vilja kynna sér heimildir í Héraðsskjalasafni Þingeyinga.