Vík íbúðakjarni
Staðsetning: Stóragarði 12
Íbúðakjarninn Vík er nýbygging og var opnað í byrjun desember 2021 en hóf starfsemi sína í janúar 2022. Alls er húsið 479m² að flatarmáli og inniheldur 6 íbúðir, 52-53m² að stærð auk veglegra sameiginlegra rýma og starfsmannaaðstöðu. Húsið var hannað af Ragnari Hermannssyni byggingarfræðingi hjá Trésmiðjunni Rein.
Heimilið er ætlað fyrir einstaklinga með fötlun og sértækar þjónustuþarfir. Áhersla er lögð á að veita einstaklingsmiðaða þjónustu við íbúana sem tekur mið af aðstæðum, óskum, þörfum og getu hvers og eins með umhyggju, virðingu og vinsemd að leiðarljósi.
Markmið starfsfólks er þjálfun í færni við daglegar athafnir og við félagsleg samskipti. Stuðningur til sjálfshjálpar, samfélagslegar þátttöku og almennrar virkni. Unnið er að því að hjálpa einstaklingunum sem þar búa í að ná sem bestu færni til sjálfstæðrar búsetu og við að lifa innihaldsríku og góðu lífi. Þau fá aðstoð við að halda heimili og að vera virkir þátttakendur í samfélaginu með aðstoð og stuðningi frá starfsmönnum sínum.
Allir íbúar í Vík sækja iðju og afþreyingu í Miðjuna hæfingarstöð, 2 – 5 daga vikunnar ásamt því að stunda atvinnu með stuðningi.
Í Vík er sólahringsvaktir og eru stöðugildi ca. 17 sem sinna 7 íbúum.